Færsluflokkur: Mannréttindi
Ég rakst á eftirfarandi orð 'Abdu'l-Bahá (hann var sonur Bahá'u'lláh) í morgun og langar að deila þeim með ykkur: "Margir vinanna (bahá'íanna) í Persíu hafa verið neyddir til að gefa allt upp á bátinn: eignir sínar, fjölskyldur sínar, og að lokum, líf sitt, en þeir glötuðu aldrei hamingjunni." Við lestur þessara orða verður manni hugsað til þeirra bahá'ía sem eru enn ofsóttir í Íran. Nýlega var hópur bahá'ía, menn og konur, dæmd í 20 ára fangelsi (hefðu líklega verið líflátin, ef ekki hefði komið til þrýstingur frá Sameinuðu þjóðunum, stjórnvöldum og alþjóðlega bahá'í samfélaginu) fyrir það eitt að aðstoða hið þjáða bahá'í samfélag í Íran, en þar í landi eru bahá'íar algjörlega réttindalausir. Myndin er af þessum hugrökku sálum. Fréttir hafa borist af því að samfangar bahá'íanna hafi orðið svo snortnir af þeirri innri hamingju sem stafar af ásjónum bahá'íanna og öllu þeirra framferði, að yfirvöld hafa ákveðið að færa þá til í fangelsinu, af ótta við að einhverjir fanganna laðist að bahá'í málstaðnum. Bahá'íar í Íran taka ekki þátt í undirróðursstarfsemi gegn stjórnvöldum og eru hlýðnir borgarar. En stjórnvöld hafa samt einsett sér að útrýma áhrifum trúarinnar í vöggu hennar. Upp hefur komist um skiplagða herferð stjórnvalda í þessu skyni. Bahá'í fangar í íran. Sjá nánar á www.bahai.is
Mannréttindi | 1.4.2011 | 09:39 (breytt kl. 11:34) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Gagnvirkni Gagnvirkni færir alls konar efni yfir á stafræna miðla.
- Íslenska bahá'í samfélagið
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar