Lífspekifélagið

Um daginn sótti ég í fyrsta skipti fyrirlestur hjá Lífspekifélaginu. Þetta ágæta félag hét áður Guðspekifélagið. Þó að nafnið hafi breyst starfar það enn í sama anda og áður að ég best veit. Ég get hiklaust mælt með þessum skemmtilega og gefandi félagsskap, fyrir alla þá sem hafa ánægju af því að hitta andlega leitandi fólk og hlusta á fróðlega fyrirlestra um ýmis málefni sem snerta trú og siðferði. Hér er slóðin á heimasíðu samtakanna: 

http://lifspekifelagid.is/

Ingólfsstræti 22. Þetta gamla og virðulega hús hýsir starfsemi Lífspekifélagsins. Hús Lífspekifélagsins

 


Hamingja

Sjo bahai fangarÉg rakst á eftirfarandi orð 'Abdu'l-Bahá (hann var sonur Bahá'u'lláh) í morgun og langar að deila þeim með ykkur: "Margir vinanna (bahá'íanna) í Persíu hafa verið neyddir til að gefa allt upp á bátinn: eignir sínar, fjölskyldur sínar, og að lokum, líf sitt, en þeir glötuðu aldrei hamingjunni." Við lestur þessara orða verður manni hugsað til þeirra bahá'ía sem eru enn ofsóttir í Íran. Nýlega var hópur bahá'ía, menn og konur, dæmd í 20 ára fangelsi (hefðu líklega verið líflátin, ef ekki hefði komið til þrýstingur frá Sameinuðu þjóðunum, stjórnvöldum og alþjóðlega bahá'í samfélaginu) fyrir það eitt að aðstoða hið þjáða bahá'í samfélag í Íran, en þar í landi eru bahá'íar algjörlega réttindalausir. Myndin er af þessum hugrökku sálum. Fréttir hafa borist af því að samfangar bahá'íanna hafi orðið svo snortnir af þeirri innri hamingju sem stafar af ásjónum bahá'íanna og öllu þeirra framferði, að yfirvöld hafa ákveðið að færa þá til í fangelsinu, af ótta við að einhverjir fanganna laðist að bahá'í málstaðnum. Bahá'íar í Íran taka ekki þátt í undirróðursstarfsemi gegn stjórnvöldum og eru hlýðnir borgarar. En stjórnvöld hafa samt einsett sér að útrýma áhrifum trúarinnar í vöggu hennar. Upp hefur komist um skiplagða herferð stjórnvalda í þessu skyni. Bahá'í fangar í íran. Sjá nánar á www.bahai.is

Stóru spurningar lífsins

Ég vil byrja á því að geta þess að ég er sjálfur trúaður einstaklingur og er bahá'í trúar. Ef þið viljið vita hvað það er þurfið þið bara að spyrja. Annars langar mig til að ræða við ykkur um trúmál vítt og breitt. Læt þetta duga í bili og vona bara að einhver lesi þetta og hafi samband. Sigurður Ingi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband